Atkvæðagreiðsla um innlimun hafin í fjórum héruðum

epa10199048 Chairman of the Central Election Commission of the self-proclaimed Donetsk People's Republic Vladimir Vysotsky (R) checks a polling station during preparations for a referendum to join the Russian Federation in Donetsk, Ukraine, 22 September 2022. The parliaments of the self-proclaimed Luhansk and Donetsk Peoples Republics as well as the military-civilian administrations controlled by Russia of the Kherson and Zaporizhzhia regions decided to hold referendums on the future of these territories. On 24 February 2022 Russian troops entered the Ukrainian territory in what the Russian president declared a 'Special Military Operation', starting an armed conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/ALESSANDRO GUERRA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Atkvæðagreiðsla er hafin í fjórum hernumdum úkraínskum héruðum um hvort þau skuli innlimuð í Rússland. Íbúum héraðanna Kherson og Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu ásamt Donetsk og Luhansk-héruðum í austanverðu landinu, býðst að greiða atkvæði fram á þriðjudag.

Vladimír Pútín forseti Rússlands viðurkenndi sjálfstæði tveggja síðarnefndu héraðanna skömmu áður en hann hóf innrás í landið. Vestrænir bandamenn Úkraínumanna líta á atkvæðagreiðslurnar sem falskar og ólýðræðislegar.

Því þykir líklegt að niðurstaðan í héruðunum öllum verði að samþykkja innlimun. Sérfræðingar telja að átökin í Úkraínu muni aukast enn þegar niðurstaða liggur fyrir.

Aðskilnaðarsinnar fagna

Íbúar Donetsk og Luhansk svara hvort þeir styðji inngöngu lýðveldis þeirra í Rússneska sambandið. Hins vegar eru íbúar hinna héraðanna tveggja spurðir hvort þeir séu meðmæltir úrsögn frá Úkraínu, stofnun sjálfstæðs ríkis héraðanna sem svo gangi í Rússneska sambandið.

Leonid Pasechnik, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna TASS að upprunnin væri stund sem beðið hefði verið frá árinu 2014. „Sameiginlegur draumur um sameinaða framtíð er að rætast,“ sagði hann.

TASS greinir einnig frá því að notast verði við kjörseðla á pappír vegna tímaskorts og vöntunar á tækjabúnaði til rafrænnar kosningar. Fyrstu fjóra dagana ganga fulltrúar yfirvalda hús úr húsi og safna atkvæðum en kjörstaðir verða opnaðir á þriðjudag, síðasta dag atkvæðagreiðslnanna.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi öryggisáðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni af og frá að Pútin kæmist upp með þetta athæfi sem þykir minna óþyrmilega á atkvæðagreiðslu um innlimun Krímskaga í Rússland árið 2014. 

Þjóðarleiðtogar hafa margir andmælt atkvæðagreiðslunum hástöfum en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir viðbrögðin drifin áfram af Rússahatri Úkraínumanna.