Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Sakar ESB um að halda áburði frá fátækum þjóðum

epa10166275 A handout photo made available by TASS Host Photo Agency shows Russian President Vladimir Putin deliveries his speech during a plenary session of the 2022 Eastern Economic Forum (EEF) in Vladivostok, Russia, 07 September 2022.  EPA-EFE/Stanislav Krasilnikov/TASS Host Photo Agency HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Tass
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sakar Evrópusambandið um að koma í veg fyrir að þrjú hundruð þúsund tonn af rússneskum áburði komist til fátækustu þjóða heims.

Pútín sagði einstaklega napurt að tilboði Rússa um að flytja þrjúhundruð þúsund tonn af rússneskum áburði án endurgjalds, til landa sem þurfa á áburðinum að halda, hafi enn ekki verið svarað. Áburðurinn situr fastur í evrópskum höfnum vegna viðskiptaþvingana. Pútín sagði ljóst að Evrópusambandið vildi ekki að rússnesk fyrirtæki högnuðust en í þessu tilfelli vilji Rússar gefa áburðinn ríkjum sem þurfi á honum að halda.

Vesturlönd hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum frá innrásinni í Úkraínu í lok febrúar. Úkraína, sem er einn stærsti kornframleiðandi heims, varð að láta af nánast öllum útflutningi vegna innrásarinnar. 

Rússland er einn stærsti áburðarframleiðandi heims. Í júlí var undirritað samkomulag milli þjóðanna tveggja, með milligöngu Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna, um að Úkraínumenn fengju að flytja korn frá Kænugarði um þrjár hafnir. Á móti fengu Rússar leyfi til að flytja út landbúnaðarvörur sínar og áburð, þrátt fyrir viðskiptaþvinganirnar.