Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Jean-Luc Godard er látinn

epa10180976 Swiss-French director Jean-Luc Godard attends the award ceremony of the 'Grand Prix Design' at the Museum of Design Zurich in Zurich, Switzerland, 30 November 2010 (issued 13 September 2022). Godard died on 13 September 2022, at the a ge of 91, the French newspaper Liberation reported by citing people close to the Franco-Swiss director.  EPA-EFE/GAETAN BALLY   EDITORIAL USE ONLY/NO SALES/NO ARCHIVES
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE

Jean-Luc Godard er látinn

13.09.2022 - 12:36

Höfundar

Jean-Luc Godard, faðir frönsku nýbylgjunnar, er látinn, 91 árs gamall. Godard er af mörgum talinn einn áhrifamesti leikstjóri tuttugustu aldar. 

Godard fæddist í París árið 1930, og ólst að miklu leiti upp í Nyon við Genfarvatn í Sviss. Nítján ára gamall flutti hann aftur til Parísar og heillaðist þar af kvikmyndagerð. Á næstu árum leikstýrði hann nokkrum stuttmyndum og skrifaði kvikmyndagagnrýni í dagblöð.

Leikstjórinn olli straumhvörfum árið 1960 þegar hann frumsýndi sína fyrstu kvikmynd, A bout de souffle, sem varð lykilmynd í sögu frönsku nýbylgjunnar. Myndina tók hann upp á handheldna vél á götum Parísarborgar og nýtti sér óhefðbundnar aðferðir við kvikmyndagerðina.

epa10180977 Swiss-French director Jean-Luc Godard attends a lecture on film at the Swiss Federal Institute of Technology ETH in Zurich, Switzerland, 08 February 2002 (issued 13 September 2022). Godard died on 13 September 2022, at the age of 91, the French newspaper Liberation reported by citing Godard family members who confirmed his death.  EPA-EFE/Christof Schuerpf BW ONLY  EDITORIAL USE ONLY/NO SALES/NO ARCHIVES
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE

Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar var Godard í fararbroddi leikstjóra sem gagnrýndu og streittust gegn kvikmyndahefðum fyrri kynslóða, sérstaklega kvikmyndum sem gerðar voru í Hollywood. Godard þótti róttækur og pólitískur leikstjóri; stíllinn var framandi og frjálslegur.

Hann var afkastamikill leikstjóri og hann leikstýrði áhrifamiklum kvikmyndum á borð við Le Petit Soldat, Le Mepris og Alphaville.

Síðustu ár ævi sinnar eyddi leikstjórinn í nokkurri einsemd í Svissnesku fjallaþorpi og hélt áfram að leikstýra kvikmyndum fram á níræðisaldur. Árið 2010 hlaut hann heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar fyrir framlag sitt til kvikmynda.