Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Úrhelli lægði gróðurelda í Kaliforníu

11.09.2022 - 03:30
epa10174977 Firefighters put out hotspots from the Mosquito Fire near the Placer County community of Foresthill, California, USA, 09 September 2022. The wildfire has grown over 29,585 acres and is zero percent contained. Evacuation orders have been in place since Wednesday for the El Dorado County communities of Volcanoville area, Tunnel Hill areas, and Thursday, Georgetown and surrounding communities were given evacuation orders.  EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Slökkviðsmönnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum tókst í gær að draga mjög úr umfangsmiklum gróðureldum sem logað hafa nærri Los Angeles síðan á mánudag. Það má einnig þakka hitabeltisstormi sem gekk yfir með úrhelli og svalara lofti.

Gróðureldarnir, sem kenndir hefur verið við Fairview, kviknuðu á mánudag. Mikil hitabylgja hefur gengið yfir Bandaríkin suðvestanverð. Eldarnir brunnu á 113 ferkílómetra svæði og að minnsta kosti tuttugu byggingar urðu þeim að bráð.

Í gær gengu leifar fellibylsins Kay yfir svæðið. Hann var þá var orðinn að hitabeltisstormi og dró með sér hellirigningu og svalt loft. Það varð til þess að draga úr eldunum og yfirvöld segja að tekist hafi að hemja um fjörutíu prósent þeirra.

Hins vegar geta flóð og skriðuföll fylgt úrhellinu og því þurfi björgunarsveitir að snúa sér að úrlausn vanda sem því fylgir. Þurrkar hafa verið tíðir vestanvert í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi sem vísindamenn rekja til loftslagsbreytinga.

Þurrkarnir skapa svo jarðveg fyrir öfluga gróðurelda sem valda gríðartjóni, enda jarðvegurinn víða skrælnaður og gróður úr sér vaxinn.