Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Karl III lýstur konungur Kanada

epa10173830 Britain's King Charles III (L) and Camilla, the Queen Consort, greet onlookers as they arrive at Buckingham Palace in London, Britain, 09 September 2022. Britain's Queen Elizabeth II died at her Scottish estate, Balmoral Castle, on 08 September 2022. The Prince of Wales became King after the death of his mother and will be known as King Charles III.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Karl III var í gær opinberlega lýstur konungur Kanada við hátíðlega athöfn í höfuðborginni Ottawa. Arftakaráð bresku krúnunnar tilkynnti valdaskiptin af svölum Sankti Jakobshallar í Lundúnum í gærmorgun.

Valdaskiptaathöfnin í Ottawa er, líkt og sú í Lundúnum, nauðsynlegt skref til að staðfesta með hefðbundnum og stjórnskipulegum hætti að Karl sé tekinn við sem þjóðhöfðingi Kanada.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í tilkynningu að Karl III hefði sterk vináttutengsl við landið enda hefði hann iðulega sótt það heim. Karl varð sjálfkrafa konungur breska samveldisins þegar Elísabet II, móðir hans lést á fimmtudag, fyrsti konungurinn í 70 ár.

Kanada er hluti samveldisins, sambands fullvalda ríkja, sem flestöll eru fyrrverandi nýlendur breska heimsveldisins. Þótt Kanadamenn séu yfirleitt heldur áhugalausir um þau tengsl virðist sem þeim hafi almennt verið heldur hlýtt til Elísabetar drottningar.

Hún heimsótti Kanada 22 sinnum á valdatíð sinni og vangamynd hennar er að finna á þarlendri mynt. Kanadamenn virðist heldur ekki áfram um að landið verði lýðveldi enda þyrfti þá að gera verulegar breytingar á stjórnarskránni.

Það er talið geta orðið vandaverk enda verndar núverandi stjórnarskrá og sameinar ensku- og frönskumælandi íbúa landsins, fjölda ættflokka innfæddra og stanslausan straum innflytjenda.