Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Kanna tengsl vopnaðs árásarmanns við hryðjuverkasamtök

epa04726861 German police officer secures the road to Sandplacken in Oberursel, Germany, 30 April 2015. A German special police task force commando have conducted an anti-terror raid near Frankfurt am Main and have taken a man and a woman into custody.
 Mynd: EPA - DPA
Maður vopnaður hnífi réðist að fólki og særði tvennt í bænum Ansbach í Suður-Þýskalandi í gær. Lögreglumaður skaut árásarmanninn til bana. Grunur leikur á að hann hafi tengst hryðjuverkasamtökum.

Maðurinn, sem var þrítugur, réðst að hópi fólks við lestarstöð í bænum Ansbach í Bæjaralandi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tvennt sé sært eftir atlögu mannsins en ekki í lífshættu.

Maðurinn hrópaði slagorðið „Allahu akbar“, sem merkir „Guð er mestur“ meðan á árásinni stóð. Hann réðst að lögreglumönnum sem bar að, sem skutu hann og særðu til ólífis. Nú kveðast lögregluyfirvöld rannsaka hvort tengja megi árásarmanninn við hryðjuverkasamtök.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV