Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Handtekinn eftir deilingu mynda af skotárásum

epa10168800 A handout image released by the Memphis Tennessee Police Department (MPD), shows a suspect described as a 19-year-old male wanted in connection with several shootings, which MPD advise have reportedly been recorded by him on Facebook, in Memphis, Tennessee, USA, 07 September 2022.  EPA-EFE/MEMPHIS POLICE DEPARTMENT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY, NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - MEMPHIS POLICE DEPARTMENT
Lögregla í stórborginni Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum kveðst hafa haft hendur í hári nítján ára byssumanns sem talinn er hafa deilt myndskeiðum af skotárásum á samfélagsmiðlum. Hvorki er vitað hve marga ungi maðurinn skaut né hver líðan þeirra er.

Mannsins var ákaft leitað eftir að myndskeið birtist á Facebook af því þegar hann fór inn í verslun og hleypti af úr byssu í átt að konu þar innandyra. Lögregla birti mynd af hinum grunaða og hvatti íbúa borgarinnar til að gæta ítrustu varkárni.