Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Sjálfstætt rússneskt dagblað missir prentleyfið

A woman reads a copy of Novaya Gazeta's European version newspaper, at a flat in Riga, Latvia, 06 May 2022. Anti-Kremlin newspaper Novaya Gazeta had suspended publication in Russia under pressure from the authorities. On 06 May, the first print edition of Novaya Gazeta Europa appeared in Latvia. EPA-EFE/TOMS KALNINS EPA-EFE/TOMS KALNINS
 Mynd: TOMS KALNINS - EPA
Novaya Gazeta, stærsta sjálfstæða dagblaðið í Rússlandi, tilkynnti í morgun að dómstólar hefðu afturkallað prentleyfi þess. Fjölmiðlaeftirlit Rússland hafði gert kröfu um þetta á þeim forsendum að miðillinn hefði ekki lagt fram gögn um breytingar sem hefðu átt sér stað á eignarhaldi árið 2006.

Blaðið hefur reyndar ekki verið starfrækt frá því í mars. Þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst stóð til að flytja fréttir frá átakasvæðum bæði á rússnesku og úkraínsku. Skömmu síðar tilkynnti blaðið að vegna hótana frá stjórnvöldum myndi blaðið hætta að flytja fréttir af stríðinu, og í mars var svo tilkynnt að blaðið myndi hætta starfsemi þar til stríðinu lyki. Útgáfan hefur hins vegar gert tilraunir með fréttavefi, sem rússnesk stjórnvöld hafa síðan lokað á.

Aðalritstjóri blaðsins, Dmitry Muratov, fékk friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að halda úti sjálfstæðri blaðamennsku á meðan sífellt væri þrengt að henni í Rússlandi.
 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV