Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Spá enn meiri rigningu ofan í mannskæð flóð í Pakistan

04.09.2022 - 03:27
epa10155087 People affected by floods move to higher grounds in Khairpur Nathan Shah, Dadu district, Sindh province, Pakistan, 02 September 2022. According to the National Disaster Management Authority (NDMA) on 27 August, flash floods triggered by heavy monsoon rains have killed over 1,000 people across Pakistan since mid-June 2022. More than 33 million people have been affected by floods, the country's climate change minister said.  EPA-EFE/WAQAR HUSSEIN
 Mynd: EPA - RÚV
Mannúðarsamtök í Pakistan kalla eftir neyðaraðstoð vegna mikilla flóða sem geisað hafa í landinu síðan í lok ágúst. Veðurfræðingar spá áfram mikilli rigningu í landinu næstu daga, en talið er að um 33 milljónir manna séu þegar á vergangi vegna vatnsveðursins.

Minnst 1.100 manns hafa farist í flóðunum, þar af hátt í 400 börn. Milljón heimili hafa skolast burt og allir innviðir landsins eru í mjög laskaðir.

Landsvæði álíka og Bretland komið í kaf

Á nýjum gervihnattamyndum evrópsku geimstofnunarinnar má sjá umfang flóðanna, sem ná yfir þriðjung landsins. Til þess að setja það í samhengi, myndu flóðin til dæmis sökkva öllum Bretlandseyjum. Myndirnar staðfestu grun ráðamanna í landinu, sem segja monsúnrigningarnar í ár hafa verið tíu sinnum meiri en venjulega.

epa10157451 A flooded area in Khairpur Nathan Shah, Dadu district, Sindh province, Pakistan, 03 September 2022. According to the National Disaster Management Authority (NDMA) on 03 September, at least 57 people were killed in flood-related incidents over the past 24 hours in Pakistan, bringing to 1,265 the number of victims who died across Pakistan since the beginning of the heavy monsoon rains season in mid-June 2022. Around 33 million people have been affected by the heavy rains and flooding, while more than 470,000 people are living in collective sites, according to NDMA.  EPA-EFE/WAQAR HUSSEIN
 Mynd: EPA - RÚV

Indus-fljótið sem rennur í gegnum Pakistan, sem er tvöfalt vatnsmeira en fljótið Níl, flæddi yfir bakka sína í allar áttir í flóðunum. Það myndaði eiginlegt stöðuvatn, sem teygir sig yfir tugi kílómetra af því sem áður var þurrt land.

„Aldrei séð slíka eyðileggingu vegna flóða“

Waseem Ahmad, framkvæmdastjóri mannúðarsamtakanna Islamic Relief Worldwide, sagði í viðtali við The Guardian, að hann hefði aldrei séð eins mikla eyðileggingu vegna flóða á sínum tuttugu og tveggja ára starfsferli.

Hann var einnig í Pakistan árið 2010, þegar urðu gríðarleg flóð sem drógu tvö þúsund manns til dauða. Hann sagði stöðuna þó vera enn verri nú. Alger ringulreið ríkti í landinu, almenningur biði í vegköntum í von um að mannúðarsamtök útvegi þeim drykkjarvatn, mat og þak yfir höfuðið.

epa10157441 A flooded area in Khairpur Nathan Shah, Dadu district, Sindh province, Pakistan, 03 September 2022. According to the National Disaster Management Authority (NDMA) on 03 September, at least 57 people were killed in flood-related incidents over the past 24 hours in Pakistan, bringing to 1,265 the number of victims who died across Pakistan since the beginning of the heavy monsoon rains season in mid-June 2022. Around 33 million people have been affected by the heavy rains and flooding, while more than 470,000 people are living in collective sites, according to NDMA.  EPA-EFE/WAQAR HUSSEIN
 Mynd: EPA - RÚV