Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Lufthansa frestar 800 flugferðum í dag vegna verkfalls

02.09.2022 - 08:34
epa10154000 A passengers waits in front of a check-in counter to rebook their flight during a Lufthansa pilots strike, at the international airport in Frankfurt am Main, Germany, 02 September 2022. The pilots of Germany’s flag carrier Lufthansa and Lufthansa Cargo called for a 24-hour strike on 02 September after failed pay talks with the company. Lufthansa announced on 01 September that around 800 flights would be canceled, affecting more than 130,000 passengers.  EPA-EFE/RONALD WITTEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýska flugfélagið Lufthansa þarf að aflýsa um 800 ferðum í dag vegna verkfalls flugmanna. Þetta hefur áhrif á ferðalag um eitt hundrað þúsund flugfarþega.

Flugfélagið hefur þannig aflýst næstum hverri einustu ferð í dag frá borgunum München og Frankfurt í Þýskalandi.

Til stendur að verkfall flugmannanna þessa stærsta flugfélags Þýskalands vari í sólarhring en verkalýðsfélag þeirra krefst hvort tveggja launahækkana og betri vinnuaðstöðu.

Launaviðræður, sem farið hafa fram bak við luktar dyr, hafa hingað til engu skilað. Einu gildir þótt forvígismenn félagsins hækkuðu tilboð sitt fyrr í vikunni og samningaviðræður runnu því út í sandinn á miðvikudag.

Samninganefnd stéttarfélags flugmanna krefst 5,9 prósenta launahækkunar auk vísitölutengdrar hækkunar frá næstu áramótum.