Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem varað er við því að mikill hiti sé enn undir yfirborði hraunsins sem rann í gosi í Geldingadölum og Meradölum og því bannað að fara út á það. Í tilkynningunni segir að öllum sé skylt að hlíta þessum fyrirmælum.