Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Segir framgöngu Rússlands óþolandi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 að Eistland, Lettland og Litháen njóti góðs af því að hafa gengið í Atlantshafsbandalagið í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu.

Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna koma til Íslands í dag til að fagna 31 árs sjálfstæðishátíð.

Í viðtalinu sagði Guðni Íslendinga hafa fordæmt innrás Rússa og að ríkið muni halda áfram að styðja Úkraínu, en hálft ár er liðið frá upphafi innrásar. Ísland geti ekki reynt að halda sambandi við valdhafa í Rússlandi þegar þeir fara fram með sama hætti og raun ber vitni.

 „Við getum ekki stutt þá sem fara með eldi og eimyrju yfir lönd annarra með þessum hætti, virða ekki alþjóðalög, virða ekki landamæri. Það er óþolandi og ég hygg að valdhafar í Eystrasaltslöndunum þremur kunni vel að meta afstöðu Íslendinga í þeim efnum því það gildir líka um þá.“

Þórgnýr Einar Albertsson