Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Spánn: Skotmanni sem beið réttarhalda veitt dánaraðstoð

epa07136435 A Spansih flag waves on the top of the building of the Supreme Court building in Madrid, Spain, 02 November 2018. The Supreme Court will announce the magistrates who will be chairing the trial against the Catalan politicians involved in the
Hæstiréttur Spánar fjallar um mál aðskilnaðarsinna á næstunni. Mynd: EPA-EFE - EFE
Öryggisverði, sem skaut og særði fjóra á Spáni í desember en lamaðist í viðureign við lögreglu, var heimilað að deyja í gær. Dómari heimilaði í ágúst að honum skyldi veitt dánaraðstoð.

Lögfræðingur öryggisvarðarins, Marin Eugen Sabau, greindi frá þessu en hann beið réttarhalda vegna skotárásinnar. Lögfræðingar þeirra sem særðust börðust hatrammlega gegn því að Sabau fengi að deyja áður en réttað væri yfir honum. Þeir kröfðust réttarhalda svo hann gæti bætt fyrir brot sín.

Sabau, sem ættaður er frá Rúmeníu, hóf dag einn í desember skothríð að samstarfsfólki sínu og lögreglumanni í hafnarborginni Tarragona. Sabau fékk sjálfur skot úr byssu lögreglumanns í mænuna, sem lamaði hann.

Hann var fluttur á sjúkradeild fangelsis í borginni Terrassa og fór þegar fram á dánaraðstoð. Niðurstaða dómara var að það væri grundvallarréttur Sabaus, sem lýsti starfi sínu sem hreinu helvíti og sakaði yfirmenn sína um að beita sig kynþáttamisrétti. 

Dánaraðstoð var lögleidd á Spáni í mars í fyrra og hefur verið framkvæmd 180 sinnum, samkvæmt opinberum tölum. Spánn er fjórða Evrópuríkið til að að leyfa fólki að deyja að eigin ósk en slíkt er þegar heimilað í Hollandi, Belgíu og Lúxemborg.