Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Fjórða sprautan gefin í september

epa09452752 A nurse administers the first dose of CoronaVac vaccine developed by China's Sinovac during a mix and match COVID-19 inoculation program at a vaccination center in Bangkok, Thailand, 07 September 2021. Thailand is currently administering two doses of different COVID-19 vaccines using a mix of China's Sinovac (CoronaVac) as the first jab and followed by the second shot of  AstraZeneca (Vaxzevria) after three to four weeks. Thailand is the first country in the world to mix the cross formula to combat the surge COVID-19 coronavirus pandemic and aims to achieve herd immunity by targeting 70 percent of the population by the end of 2021.  EPA-EFE/RUNGROJ YONGRIT
 Mynd: EPA-EFE
Fjórða bólusetningin við Covid 19 verður gefin í næsta mánuði og stendur öllum til boða sem vilja. Hátt í 25 þúsund hafa nú þegar fengið fjórðu sprautuna hérlendis. Guðrún Aspelund staðgengill sóttvarnalæknis, segir að búast megi við við nýrri bylgju faraldursins í haust.

Fjórða bólusetningin verður gefin á heilsugæslustöðvunum og mælst hefur verið til að hún verði gefin á sama tíma og inflúensusprautan til að gera fólki auðveldara fyrir. „Áætlunin er að þetta haldist í hendur við infúensubólusetninguna og við erum að bíða eftir endanlegri dagsetningu á því hvenær það verður en það verður byrjað í september,“ segir Guðrún. 
 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðrún Aspelund staðgengill sóttvarnalæknis.

Öllum fullorðnum stendur til boða að fá bólusetningu óski þeir eftir því eða ef læknir telur ástæðu til.  „Það sem verður lögð áhersla á og við erum að mæla með sérstaklega eru að ónæmisbældir, þá á öllum aldri eldri en fimm ára, og fullorðnir eldri en 60 ára fái fjórða skammtinn. Síðan heilbrigðisstarfsmenn,  starfsfólk heilbrigðisstofnana og hjúkrunarheimila. 

Von á uppfærðum bóluefnum

Um 25 þúsund hafa nú þegar fengið fjórðu sprautuna. Guðrún segir að nóg sé til af bóluefni en einnig er von á uppfærðu bóluefni frá bæði Pfizer og Moderna sem eiga að virka betur á ómíkron-afbrigði veirunnar. Þau eru ekki komin með markaðsleyfi og því óvíst hvenær þau verða tekin í notkun. „Það er ekki talin ástæða að vera að bíða eftir því. Þessi bóluefni sem eru til og við höfum verið að nota hafa sýnt sig að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Líka vegna ómíkrónafbrigðis.“

Búist við nýrri bylgju á næstunni

Guðrún segir að faraldurinn hafi verið í rénun hérlendis síðustu vikur. Merki séu um að færri séu að greinast og sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað. Samkvæmt spám verður staðan önnur í haust. „Við hvetjum fólk til að koma í örvunarbólusetningu sérstaklega þessa hópa sem ég tilgreindi. Þessar alþjóðastofnanir, bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu hafa spáð því að líklega komi ný bylgja í haust.“