Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Eldur kom upp í Selvogsgrunni

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Slökkvilið frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að þriggja hæða fjölbýlishúsi í Selvogsgrunni í Reykjavík um klukkan níu í kvöld þar sem eldur kom upp í þaki.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu reyndist eldurinn ekki mjög mikill. Slökkvilið frá tveimur stöðvum reif hluta af þakinu og slökkti eldinn. Ekki varð mikið tjón.

Þórgnýr Einar Albertsson