Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Minnst tíu fórust í árás á mosku í Kabúl

18.08.2022 - 01:33
epa10122926 Taliban and their supporters gather near the building of former United States embassy as they celebrate the first anniversary of taking over the government in Kabul, Afghanistan, 15 August 2022. The Taliban's ascent to power on 15 August 2021 has led to the strictest interpretation of Shariah or Islamic law, resulting in a complete reversal of the women's rights ensured in recent years. Meanwhile, the takeover has led to the country being isolated internationally, after the international community turned back on the new Taliban government and imposed sanctions whose brunt is being borne by common Afghans.  EPA-EFE/STRINGER
Talibanar fögnuðu því á mánudag að ár var þá liðið frá því að þeir tóku aftur öll völd í landinu. En þótt þeir séu hættir að fremja hryðjuverk halda sveitir Íslamska ríkisins áfram að ráðast að almennum borgurum með sjálfsmorðssprengjuárásum  Mynd: EPA-EFE - EPA
Allt að tíu manns fórust og tugir særðust þegar feikiöflug sprengja sprakk í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistans í kvöld, samkvæmt upplýsingum borgaryfirvalda. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir hjálparsamtökum í borginni að sprengjan hafi að líkindum sprungið meðan á kvöldbænum stóð í Siddiq-moskunni í norðurhluta borgarinnar. Haft er eftir heilbrigðisstarfsfólki að nokkur börn séu á meðal hinna særðu og óstaðfestar heimildir herma að ímam moskunnar sé á meðal hinna látnu.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hverjir frömdu ódæðisverkið, en aðeins er vika síðan útsendari hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins gerði sjálfsmorðssprengjuárás í annarri mosku í borginni og myrti þar áhrifamikinn klerk. Sá var einn einn fárra háttsettra talibana sem talað hefur fyrir því að heimila og ýta undir menntun stúlkna og kvenna í landinu.