Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Guterres og Erdogan halda til Úkraínu

In this image provided by the Ukrainian Presidential Press Office, Ukrainian President Volodymyr Zelenskyy, left, and U.N. Secretary-General Antonio Guterres walk in the hall during their meeting in Kyiv, Ukraine, Thursday, April 28, 2022. (Ukrainian Presidential Press Office via AP)
Guterres heimsótti Zelensky í Kænugarði í lok apríl, rúmum tveimur mánuðum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu Mynd: AP - RÚV
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti halda til fundar við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði á morgun, fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Guterres.

Þremenningarnir hyggjast rýna í samkomulagið sem gert var við Rússa um að heimila útflutning á Úkraínsku korni og fara yfir „nauðsyn þess að finna pólitíska lausn á stríðinu“ segir í tilkynningunni. Einnig verða aðstæður við úkraínska kjarnorkuverið í Saporisjía, sem er á valdi Rússa, til umræðu á fundinum.

Á föstudag er síðan ætlunin að Guterres haldi til úkraínsku hafnarborgarinnar Odesa til að kynna sér aðstæður, en Odesa er mikilvægasta kornútflutningshöfn Úkraínu. Rússar hafa ítrekað varpað sprengjum á borgina eftir að samkomulagið um kornútflutninginn var undirritað, síðast í morgun.