Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Gul veðurviðvörun á Suðurlandi, Faxaflóa og miðhálendi

17.08.2022 - 06:55
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Veðurstofan spáir í dag suðaustan hvassviðri eða stormi með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands og á miðhálendinu. Ekkert útivistaveður verður á þeim slóðum of lokað verður að gosstöðvunum í Meradölum. Gul viðvörun vegna veðurs verður í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og miðhálendi frá morgni og framyfir hádegi.

Það er víðáttumikil lægð sem er staðsett suðvestur af landinu sem stjórnar veðrinu næstu daga. Í dag þykknar upp í öðrum landshlutum. Gera má ráð fyrir suðaustlægri átt 8 15 m/s síðdegis í dag. Talsverð rigning verður á Suðausturlandi um tíma eftir hádegi, en á Austfjörðum í kvöld. Annars víða skúrir. Heldur hægari austan og síðan norðaustanátt á morgun. Áfram vætusamt suðaustan- og austanlands, en annars skúrir á víð og dreif.

astahm's picture
Ásta Hlín Magnúsdóttir