Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tveir bílar krömdust í bílalyftunni í Herjólfi

15.08.2022 - 13:13
Mynd með færslu
 Mynd: Tryggvi Már Sæmundsson - Eyjar.net
Bílalyftunni í Herjólfi var í gærkvöldi slakað á tvo bíla um borð með þeim afleiðingum að þeir skemmdust. Um slys var að ræða og var enginn farþegi staðsettur á bíladekkinu þegar slysið var. Þetta segir Hörður Orri Grettison, framkvæmdastjóri Herjólfs.

Eyjafréttir greindu fyrst frá

Hörður Orri segir við fréttastofu að bíladekkið hafi verið mannlaust þegar slysið varð. Það er enda sé heimilt að vera á bíladekki þegar Herjólfur er á ferð. Þó eru gæludýr gjarnan skilin eftir í bílum þegar eigendur þeirra taka þau með sér milli lands og eyja. Blessunarlega voru engin gæludýr um borð í bílunum sem skemmdust, segir Hörðu Orri. 

Hörður segir að starfsmaður hafi rekið sig í takkan sem slakar bílalyftunni niður og að búið sé að gera ráðstafanir svo að slíkt endurtaki sig ekki. Aðspurður hvort slysið sé orðið að lögreglumáli segist Hörður ekki vita til þess.

Fréttin var uppfærð eftir að fréttastofa náði tali af Herði Orra. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru fengnar frá Eyjar.net.

oddurth's picture
Oddur Þórðarson
Fréttastofa RÚV