Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Þrír hermenn féllu í eldflaugaárás Ísraela á Sýrland

15.08.2022 - 03:30
epa10120774 Wives of Islamic state fighters (IS) prepare their luggage to leave al-Hol camp for refugees in al-Hasakah governorate and return to their hometown of Deir ez-Zor town, northeastern Syria, 14 August 2022. The Autonomous Administration in northern Syria announced the deportation of about 450 people who are the wives and children of IS fighters from the al-Hol camp and allowing them to return to their homes in Deir ez-Zor, after coordination with the security authorities and Arab tribal leaders, to arrange their security conditions there. Al Hol refugees camp hosts about 70 thousand people, mostly wives and children of IS fighters among them thousands of Arabs and foreigners, who were evacuated to al-Hol after the extremist group lost the last piece of its so-called caliphate on February 2019.  EPA-EFE/AHMED MARDNLI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þrír hermenn féllu í loftárás ísraelska hersins á Sýrland síðastliðinn föstudag auk þess sem þrír til viðbótar særðust. Allt frá því að borgarstyrjöldin braust út í Sýrlandi árið 2011 hafa Ísraelsmenn gert hundruð loftárása á landið.

Árásum Ísraela er iðulega beint að stjórnarbyggingum og sameinuðum hersveitum Írana og Hezbollah-hreyfingarinnar.

Árásirnar á föstudag voru gerðar á skotmörk á landsvæði umhverfis höfuðborgina Damaskus og á flugherstöð sunnan við strandhéraðið Tartus samkvæmt fréttum sýrlensku fréttastofunnar SANA. Herstöðin er ekki fjarri rússneskri bækistöð.

Loftvarnarkerfi stöðvuðu nokkrar eldflaugar áður en þær hæfðu skotmörk sín. Yfirvöld í Ísrael tjá sig sjaldan um einstakar árásir á Sýrland en hermálayfirvöld þar segja þó brýnt að sjá til þess að erkióvinurinn Íran nái ekki fótfestu svo nærri Ísrael.

Talið er að um hálf milljón manna hafi fallið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hefur einnig neytt um helming landsmanna til að flýja heimili sín. Efnahagur landsins er í rúst og mikillar uppbyggingar þörf þegar átökunum linnir.