Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Fjöldi ríkja krefst þess að Rússar sleppi kjarnorkuveri

Ukrainian President Volodymyr Zelenskyy speaks during the joint press conference with U.N. Secretary-General Antonio Guterres after their meeting in Kyiv, Ukraine, Thursday, April 28, 2022. (AP Photo/Efrem Lukatsky)
 Mynd: AP - RÚV
Fjöldi ríkja krefst þess að Rússar afhendi Úkraínumönnum Zaporizhzhia, stærsta kjarnorkuver Evrópu, að nýju. Hætta á stórslysi tengdu verinu vex dag frá degi að mati Dmytro Orlov borgarstjórans í Energodar, þar sem verið stendur.

Nú krefjast fulltrúar fjörutíu og tveggja ríkja, meðal annarra Evrópusambandsins, Noregs, Bandaríkjanna, Bretlands og Japans að Rússar yfirgefi það og færi stjórn þess aftur í hendur Úkraínumanna.

Það sé óásættanlegt að vopnaviðskipti eigi sér stað og sprengjur springi umhverfis verið. Stríðandi fylkingar kenna hvor annarri um látlausar sprengjuárásir í og við verið undanfarna daga og vikur. 

Rússar náðu völdum á svæðinu í mars, skömmu eftir upphaf innrásar en þar vinnur enn úkraínskt starfslið. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Rússa stefna Evrópu allri í hættu með framferði sínu umhverfis verið.

Antonio Guterres, Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur varað við meiriháttar kjarnorkuslysi og Rafael Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sömuleiðis. Hann krafðist þess fyrir nokkrum dögum að stofnunin fengi aðgang að verinu.

FILE - A power-generating unit at the Zaporizhzhia nuclear power plant in the city of Enerhodar, in southern Ukraine, is shown on June 12, 2008. Russian forces pressed their attack on a crucial energy-producing Ukrainian city by shelling Europe’s largest nuclear plant early Friday, March 4, 2022, sparking a fire and raising fears that radiation could leak from the damaged power station. Plant spokesman Andriy Tuz told Ukrainian television that shells were falling directly on the facility and had set fire to one of the facility’s six reactors. That reactor is under renovation and not operating, but there is nuclear fuel inside, he said. (AP Photo/Olexander Prokopenko, File)
 Mynd: AP