Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

SAS tryggir sér 95 milljarða króna innspýtingu

14.08.2022 - 08:30
epa07529648 SAS airplanes on a tarmac at the Oslo Gardermoen airport during SAS Scandinavian airlines pilots strike in Oslo, Norway, 26 April 2019. Hundreds of SAS Scandinavian airlines pilots from Norway, Sweden and Denmark went on strike after talks on wage failed. According to reports, some 170,000 travellers can be affected with cancelled or delayed flights during the weekend.  EPA-EFE/OLE BERG RUSTEN NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB SCANPIX
Flugfélagið SAS hefur tryggt sér 700 milljón dollara fjárfestingu, andvirði 95 milljarða króna, frá bandaríska fjárfestingafélaginu Apollo Global Management. Norska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Fyrirsvarsmenn flugfélagsins segja að fjárfestingin muni hjálpa mjög við enduruppbyggingu SAS. 

„Með þessari fjárfestingu munum við vera í sterkri fjáhagslegri stöðu þannig að við getum haldið áfram starfsemi okkar á meðan við göngum í gegnum enduruppbyggingu í Bandaríkjunum,” sagði stjórnarformaður SAS, Carsten Dilling, í yfirlýsingu. Hann sagðist einnig vona að fjárfestingin standist skoðun eftirlitsaðila.

Fimmtán daga langt verkfall flugmanna SAS fór langt með að ganga af félaginu dauðu fyrir skemmstu. Flugmenn SAS féllust á samningsboð félagsins fyrir um mánuði síðan þegar ferðum hundruð þúsunda farþega hafði verið raskað. 

SAS sagði upp 450 flugmönnum sínum eftir að heimsfaraldur kórónuveiru skall á. Við undirritun nýrra kjarasamninga fögnuðu talsmenn flugmanna því einna helst að nýundirritaðir samningar krefðust þess, að þeim yrði öllum boðin endurráðning.