Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ítalir safna verðlaunum í sinni heimalaug á EM

epa10117881 Team of Italy poses with their silver medals for the mixed 4x100m medley final at the European Aquatics Championships Rome 2022, Italy, 12 August 2022.  EPA-EFE/GIUSEPPE LAMI
 Mynd: EPA-EFE - ANSA

Ítalir safna verðlaunum í sinni heimalaug á EM

14.08.2022 - 17:06
Þegar fjórir dagar eru búnir af EM í sundi sem fram fer í útilauginni í Róm þá eru Ítalir afar sigursælir. Kristof Milak átti góðan og slæman dag, Marrit Steenbergen vann 200m skriðsund og David Popovici afar sigurstranglegur karlameginn í 200m skriðsundi.

Fjórði dagur EM í sundi fór fram í blíðskaparveðri í útilauginni í Róm.  Í morgun voru undanrásirnar og svo núna seinnipartinn var keppt í fjórum undanúrslitagreinum og fimm greinum til úrslita.

Kristof Milak, frá Ungverjalandi, kom sá og sigraði 100m flugsund karla sem var fyrsta grein dagsins og tólf mínútum seinna freistaði hann þess að komast í úrslitin í 200m skriðsundi eftir að hafa verið með annan hraðasta tímann eftir undanrásirnar í morgun. Það tókst ekki hjá Milak því hann var 30/100 frá því að komast inn í úrslitin.  Milak tókst svo að grægja sér í silfur með boðsundssveit Ungverja í 4x100m skriðsundi í lok dagsins þannig að góður og slæmur dagur í lauginni hjá Milak að þessu sinni.

Analia Pigree setti nýtt franskt met með sigri í 50m baksundi kvenna og þar með náði hún í sín fyrstu gullverðlaun á stórmóti á sínum ferli en hún varð bronsverðlaunahafi í þessari grein á heimsmeistaramótinu í sumar.

Það var svo Breskur sigur í 200m bringusundinu er James Wilby gerði sér lítið fyrir og sigraði Matti Mattsson frá Finnlandi. Anton Sveinn var sjötti í þessu úrslitasundi og setur alla þessa reynslu undanfarna viku í reynslubankann sinn.

Marrit Steenbergen frá Hollandi krækti sér í gullverðlaun í 200m skriðsundinu í dag eftir nokkuð harða baráttu við Freyu Andersson frá Bretlandi. Steenbergen þá komin með gull í bæði 100m og 200m skriðsundi á þessu móti.  

Í lokagrein dagsins, 4x100m skriðsundi karla, var mikil spenna frá fyrsta sprett til loka taks síðasta sundmanns.  Ítalir byrjuðu af krafti í upphafi og náðu það góðu forskoti að mjög erfitt var fyrir aðrar sveitir að vinna það upp á næstu sprettum.  Frakkar gerðu harða atlögu að þeim en voru af bráðir og gerðu þjófstarf í öðrum spretti sínum og þar með úr leik.  Í lokaspretti Ungversku sveitarinnar var Kristof Milak, silfurhafi í 100m skriðsundinu á þessu móti, með hraðasta sprett allra og náði að vinna sveit sína upp í silfurverðlaunin á eftir Ítölum.  

Rúv sýnir beint frá fimmta degi mótsins og hefst útsending kl.15:55