Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Hætta á stórslysi í Zaporizhzhia vex dag frá degi

FILE - A power-generating unit at the Zaporizhzhia nuclear power plant in the city of Enerhodar, in southern Ukraine, is shown on June 12, 2008. Russian forces pressed their attack on a crucial energy-producing Ukrainian city by shelling Europe’s largest nuclear plant early Friday, March 4, 2022, sparking a fire and raising fears that radiation could leak from the damaged power station. Plant spokesman Andriy Tuz told Ukrainian television that shells were falling directly on the facility and had set fire to one of the facility’s six reactors. That reactor is under renovation and not operating, but there is nuclear fuel inside, he said. (AP Photo/Olexander Prokopenko, File)
 Mynd: AP
Hætta á stórslysi tengdu Zaporizhzhia, stærsta kjarnorkuveri Evrópu, vex dag frá degi. Það er mat borgarstjórans í Energodar, úkraínsku borgarinnar þar sem verið stendur.

Kjarnorkuverið hefur verið í höndum rússneska innrásarliðsins frá því í mars og stríðandi fylkingar kenna hvor annarri um látlausar sprengjuárásir í og við það.

Úkraínustjórn segir Rússa nota það sem vopnageymslu auk þess sem það sé bækistöð hundruða hermanna. Dmytro Orlov, borgarstjóri Energodar, kallar atburðarás síðustu viku hrein kjarnorkuhryðjuverk sem geti endað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum á hverri stundu.

„Ógnin vex með hverjum deginum.“ segir Orlov í samtali við AFP-fréttaveituna. Sprengingar kvæðu stanslaust við, daga jafnt sem nætur, staðan væri ógnvænleg og það versta væri að ekki virtist nokkur áætlun um að draga úr hættunni.

Íbúar borgarinnar segjast óttast sömu örlög og biðu Chernobyl en kjarnorkuslys þar árið 1986 skildi nærliggjandi svæði eftir óbyggileg. Úkraínumenn krefjast þess að Rússar yfirgefi kjarnorkuverið og biðla til alþjóðasamfélagsins að tryggja að svæðið verði gert hernaðarlega hlutlaust.