Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Talibanar handtóku blaðamenn

13.08.2022 - 22:30
epa10115497 A burqa clad Afghan woman walks on a road in Kabul, Afghanistan, 11 August 2022. The Taliban's ascent to power on 15 August 2021 has led to Afghanistan being subjected to the strictest interpretation of Shariah or Islamic law, which has resulted in a complete reversal of the women's rights ensured in recent years. Meanwhile, the takeover has led to the country being isolated internationally, with the international community turning its back on the new Taliban government and imposing sanctions whose brunt is being borne by common Afghans. This has resulted in a severe humanitarian and economic crisis in Afghanistan, with just three percent of the population asserting that they had money to cover their basic needs, according to the report on the state of Afghan children by Inger Ashing, the CEO of nonprofit Save the Children.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Öryggissveitir Talibana í afgönsku höfuðborginni Kabúl handtóku í dag nokkrun hóp afganskra og alþjóðlegra blaðamamanna. Blaðamennirnir voru að fylgjast með og skrifa um baráttufund þarlendra kvenna fyrir auknum réttindum.

Samkvæmt því sem fram kemur í frétt norska ríkisútvarpsins var blaðamönnunum haldið föngnum í næstum tíu klukkustundir áður en þeim var sleppt. Norskur blaðamaður var meðal hinna handteknu. 

Frá því Talibanar tóku völdin í Afganistan 15. ágúst í fyrra hefur dregið verulega úr réttindum kvenna þrátt fyrir hástemmd loforð þeirra um annað. Konum hefur verið meinað um menntun auk þess sem margar hafa misst vinnuna.

Meðal þess sem sjá mátti á mótmælaskiltum kvenna er að undanfarið ár hafi verið dimmur tími fyrir konur landsins.

Um það bil fjörutíu konur söfnuðust saman fyrir utan byggingar menntamálaráðuneytisins í morgun. Einhverjar þeirra máttu þola af ofbeldi af hálfu öryggissveitamanna.

Yama Wolasmal aðalfréttaritari norska ríkisútvarpsins í Afganistan, sem ekki var á staðnum sjálfur, hefur eftir öðrum að myndavélar og annar búnaður hafi verið tekinn af blaðamönnum.

Ljósmyndum var eytt og varðstjóri brýndi fyrir innfæddum blaðamönnum að fjalla ekki um mótmælin þar sem það gæti skaðað ímynd landsins.