Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

„Þetta var bara alveg einstök upplifun“

Mynd með færslu
 Mynd: BBC/Chris Christodoulou - RÚV

„Þetta var bara alveg einstök upplifun“

12.08.2022 - 12:00

Höfundar

Sinfóníuhljómsveit Breska ríkisútvarpsins frumflutti í gærkvöld nýtt verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur tónskáld á Proms-tónlistarhátíðinni. Verkið heitir ARCHORA en Anna er eitt þriggja íslenskra tónskálda sem eiga tónlist á hátíðinni.

Fullur salur í Royal Albert Hall

Anna Þorvaldsdóttir er einn af fremstu tónsmiðum samtímans. Hún er komin í þá stöðu að semja stór hljómsveitarverk eftir pöntun frá sumum af helstu sinfóníuhljómsveitum veraldar. Ein slík pöntun var flutt í gær þegar Sinfóníuhljómsveit Breska ríkisútvarpsins frumflutti verkið ARCHORA á Proms í Royal Albert Hall í Lundúnum.

Verk eftir Önnu, Hildi og Jóhann á Proms

Anna er eitt þriggja íslenskra tónskálda sem eiga verk á hátíðinni í ár en verk eftir Hildi Guðnadóttur og Jóhann Jóhannsson voru flutt fyrr í sumar. Anna segir mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíðinni. „Þetta er svona verk sem er í mínum anda, það fer mikið á milli svona mismunandi orku og tekur innblástur af svona ákveðinni frumorku. Það er þessi frumkraftur og síðan svona ákveðin geislun sem verður til í framhaldið af því og verkið er um þetta jafnvægi á milli þessara tveggja hluta, “ segir Anna en það var Eva Ollikainen, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem stjórnaði verkinu í gærkvöldi.

Hvernig var upplifunin hjá þér og sitja og hlusta og sleppa tökunum af verkinu? 

„Það er náttúrlega alltaf mjög sérstök tilfinning og mjög svona stórt. Þetta var náttúrlega rosalegt, vorum með fullan sal í Royal Albert Hall og bara frábært að geta gert þetta svona. Síðast þegar það var svona stór frumflutningur hjá mér þá var allt lokað og enginn gat verið í salnum. Þannig að þetta var bara alveg einstök upplifun. 

Verkið verður flutt í heild sinni á Rás 1 þann 28. ágúst. 

Mynd með færslu
 Mynd: BBC/Chris Christodoulou - RÚV
Copyright: BBC/Chris Christodoulou

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Maður er búinn að taka hjartað og setja á borðið“

Tónlist

BBC frumflutti verk eftir Hildi Guðnadóttur tónskáld

Klassísk tónlist

Viðkvæm samvist mannkyns við náttúruna í tónverki Önnu

Klassísk tónlist

Gagnrýnendur hugfangnir af Önnu Þorvaldsdóttur