Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Hækka viðbúnað í Bretlandi vegna langvarandi þurrka

12.08.2022 - 10:52
Erlent · Bretland · hitabylgja · Hiti · Þurrkar · Umhverfismál · Veður
epa10115691 People enjoy the warm weather in London, Britain, 11 August 2022. Britain is likely to suffer drought conditions until October as the dry weather continues. The UK Met Office has announced an amber weather alert for extreme heat. Meanwhile Thames Water which operates London's water supply has announced a hosepipe ban in order to save water.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna langvarandi þurrka.

Ekki þrífa bílinn og ekki vökva garðinn

Sérfræðingar funduðu vegna ástandsins í morgun. Þegar viðbúnaðarstig er hækkað þurfa heimili á þurrkasvæðunum að takmarka verulega vatnsnotkun sína, en víða voru takmarkanir þegar í gildi. Í Yorkshire hefur verið í gildi svokallað „garðslöngu-bann“, sem bannar til dæmis notkun vatnsslanga til þess að vökva garða og þrífa bíla.

Minnsta rigning í Yorkshire í 130 ár

Langvarandi hiti og þurrkar hafa haft alvarlegar afleiðingar í Bretlandi, ár og vatnsból hafa víða þornað upp. Í Yorkshire-héraði, þar sem búa yfir fimm milljónir manna, hefur ekki rignt minna í yfir 130 ár.

Viðbúnaðarstig verður hækkað á alls átta svæðum í Bretlandi. Þau eru: Devon og Cornwall, Solent og Suður Downs, Kent og suður London, Hertforshire og norður London, Austur Angilu, Thames, Lincolnshire og Northhamptonshire, auk austur miðlendisins.

Í fundarskjölum sem var lekið til The Guardian segir að viðbúnaðarstigið taki svo gildi í Yorkshire og á vestur miðlendinu síðar í ágúst.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að hærra viðbúnaðarstig var ákveðið.