Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

„Þetta hefur á köflum verið óbærilegt“

10.08.2022 - 11:44
Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
„Stemningin gagnvart mér frá ákveðnum formönnum aðildarfélaga hefur verið þannig að ég treysti mér ekki til að vinna hérna áfram í hreyfingunni. Þegar sú ákvörðun lá fyrir að ég myndi ekki gefa kost á mér aftur var hreinlegast að hætta strax. Í staðinn fyrir að vera í embætti í tvo mánuði, nánast umboðslaus,“ segir Drífa Snædal, fráfarandi forseti ASÍ.

Viðtal við Drífu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Drífa tilkynnti um afsögn sína í fréttatilkynningu í morgun. Hún lætur af störfum í lok dags. „Þetta er rétt ákvörðun.“ segir hún í viðtalið við Urði Örlygsdóttur fréttamann. Drífa segir að ekkert nýtt hafi komið upp á síðustu daga. „Samskiptin innan hreyfingarinnar er hvorki forystumönnum hennar eða launafólki til sóma. Þetta hefur á köflum verið óbærilegt og hefur verið erfitt og ég ákvað að ég væri ekki til í þetta áfram. Ég tel að mér sé gert mjög erfitt um vik að vinna mína vinnu.“

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV
urduro's picture
Urður Örlygsdóttir