Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Gul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra

10.08.2022 - 01:58
Gul veðurviðvörun tók gildi um miðnætti 10.8.22 fyrir Norðurland eystra. Þar er vestan tíu til átján metrar á sekúndu en vindhviður geta slegið í 30 til 35 metra á sekúndu á Tröllaskaga, við Eyjafjörð, Skjálfanda, á Melrakkasléttu og Langanesi.
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Gul veðurviðvörun tók gildi um miðnætti fyrir Norðurland eystra. Þar er vestan tíu til átján metrar á sekúndu en vindhviður geta slegið í 30 til 35 metra á sekúndu á Tröllaskaga, við Eyjafjörð, Skjálfanda, á Melrakkasléttu og Langanesi.

Það er varasamt þeim ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ekki er búist við að veðrið gangi niður fyrr en um hádegi. Annars blæs á suðvestan, fimm til þrettán metrar á sekúndu en norðaustlægari á Vestfjörðum.

Hvassara verður sums staðar á Suðausturlandi. Á morgun er spáð vestlægri átt, fimm til fimmtán metrum á sekúndu, hvassast verður norðaustantil á landinu. Það lægir heldur með kvöldinu. Hiti á bilinu níu til 18 stig - hlýjast austantil.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV