Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Snarpur jarðskjálfti 4,1 að stærð

07.08.2022 - 12:12
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Snarpur jarðskjálfti reið yfir klukkan 11:52 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarfjörð samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Mælingar Veðurstofunnar sýna að skjálftinn hafi verið 4,1 að stærð. Þetta er stærsti skjálfti síðan gosið í Meradölum hófst.

Upptökin voru í Sveifluhálsi við vestanvert Kleifarvatn, 5,6 km norðnorðaustur af Krýsuvík, á um 5,2 kílómetra dýpi.

Þetta var svokallaður gikkskjálfti, að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Töluverð virkni hafi verið á svæðinu, þó þessi skjálfti hafi verið sá stærsti á undanförnum dögum.

Sigurlaug segir að spenna frá kvikuinnskotinu undir Fagradalsfjalli, sem fóðri eldgosið í Meradölum, sé að losna á svæðinu í kringum Kleifarvatn, það skýri skjálftann og virknina. Ekki sé hægt að segja til um hvort framhald verði á skjálftavirkninni.

Fannst þú skjálftann? Skráningarform á vef Veðurstofunnar (nóg að fylla út grunnupplýsingar).

Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands - RÚV
sigurdurk's picture
Sigurður Kaiser
Fréttastofa RÚV