Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Vopnahlé á Gaza í sjónmáli

07.08.2022 - 18:37
Vopnahlé á Gaza er í sjónmáli. Yfir fjörutíu manns liggja í valnum eftir árásir Ísraelsmanna þar síðustu tvo sólarhringa og fleiri en 300 eru særð.

Áfram verður lokað að gosstöðvunum í Meradölum vegna afleits veðurs - lögregla segir að staðan verði endurmetin á morgun. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið í notkun nýjan torfærubíl til sinna eftirliti við gosstöðvarnar.

Kennari með tvær meistaragráður, sem talað hefur fyrir málefnum hinsegin fólks, hefur sótt um nokkur störf en verið hafnað. Hann segir að hommar séu ekki efstir á óskalista hins opinbera.

Holóttir vegir í Bárðardal skemma bíla og sprengja dekk, segja íbúar í dalnum sem eru langþreyttir á ástandinu. Við þekkjum ekkert annað en vondan veg, segir bóndi í dalnum. 

Stór hópur sjálfboðaliða sér um sívaxandi stofn kanína í Reykjavík - gefur þeim að borða og kemur veikum kanínum til dýralæknis. Þær þola illa íslenskt veðurfar og margar lifa ekki veturinn af.  

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV