Árás nærri kjarnorkuveri í Úkraínu

06.08.2022 - 12:41
epa10106038 (FILE) A picture taken during a visit to Mariupol organized by the Russian military shows Russian servicemen on guard at the Zaporizhzhia Nuclear Power Station in Enerhodar, southeastern Ukraine, 01 May 2022 (reissued 04 August 2022). Europe's biggest nuclear plant Zaporizhzhia situated near the frontline, needs an inspection and repairs, IAEA Director General Rafael Mariano Grossi said on 01 August 2022. On 24 February Russian troops entered Ukrainian territory in what the Russian president declared a 'special military operation', resulting in fighting and destruction in the country, a huge flow of refugees, and multiple sanctions against Russia.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Árás var gerð nærri kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu í gær með þeim afleiðingum að einn kjarnaofninni stöðvaðist. Úkraínumenn og Rússar skella skuldinni á árásinni hvor á annan.

Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia hefur verið á valdi Rússa frá því í byrjun mars, eða skömmu eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst. Þetta er stærsta kjarnorkuver Evrópu.

Í gær var sprengt nærri kjarnorkuverinu með þeim afleiðingum að rafmagnslína skemmdist og einn af kjarnaofnunum stöðvaðist. Í yfirlýsingu frá Energoatom, ríkisrekna orkufyrirtækinu í Úkraínu, eru Rússar sagðir ábyrgir fyrir árásinni. Hætta sé á að vetni og geislavirk efni leki út og eldhætta sé mikil. Þá kom jafnframt að starfsmenn rússneska orkufyrirtækisins Rosatom, sem hafi verið á staðnum, hafi yfirgefið kjarnorkuverið í skyndi rétt fyrir árásina. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu sagði í ávarpi í gærkvöld að Rússar yrðu að axla ábyrgð á að skapa slíka ógn. 

Varnarmálaráðuneyti Rússa hafnaði þessum yfirlýsingum og sagði að vopnaðar sveitir úkraínska hersins hefðu gert þessar árásir. Aðeins heppni hefði ráðið því að engin geislavirk efni hefðu lekið út.

Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia framleiðir 6.000 megavött af rafmagni, sem er hátt í tíu sinnum meira en Kárahnjúkavirkjun. Um fjórðungur af rafmagni Úkraínu kemur frá þessu kjarnorkuveri.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV