Fjórir í gæsluvarðhald vegna stórs fíkniefnamáls

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Fjórir voru í kvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 17. ágúst í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Þar segir enn fremur að fjórmenningarnir hafi verið handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglu í gær en að þeim komu embætti lögregluliðanna á  höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara.

„Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu.

Þórgnýr Einar Albertsson