Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ríkisstjórnin leysir ekki kjaradeilur á vinnumarkaði

04.08.2022 - 17:45
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Fjármálaráðherra segir stöðuna á vinnumarkaði viðkvæma, sér í lagi þegar vindar eru að snúast og verðbólga eykst. Hann segir það fyrst og fremst aðila vinnumarkaðarins að ná saman, þeir geti ekki skilað verkefninu til stjórnvalda.

Verðbólga hér á landi er komin í rétt tæp tíu prósent og flestar spár gera ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast. Þetta er mesta verðbólga í tæp 13 ár. Kaupmáttur hefur þannig minnkað umtalsvert milli ára og hefur ekki verið minni hér á landi síðan í desember 2020 og margt bendir til þess að hann eigi eftir að dragast enn frekar saman. Ofan á þetta ástand eru yfir 300 kjarasamningar launþega lausir í haust.
 

Meiri kaupmáttur hér á landi

„Nú eru vindarnir að snúast og það er ekki bara á Íslandi það er um alla Evrópu og í Bandaríkjunum þar sem verðbólga ógnar þessari stöðu,“ segir Bjarni. Hann segir að nokkur tæki séu til að bregðast við. Seðlabankinn hafi sín tæki og beiti þeim, ríkisstjórnin hafi aukið að hald og dregið úr útgjaldaáformum. Hann vilji fara í varnarbaráttu til að verja þann mikla kaupmátt sem hafi verið byggður upp hér sem sé meiri en víðast hvar annars staðar.

Aðilar vinnumarkaðarins leysi sín mál

Hefurðu áhyggjur af þessari stöðu sem blasir við og finnst þér vera óvissa? Sko ég er nú að upplagi mjög bjartsýnn maður og vil horfa á möguleikana í stöðunni frekar en það sem geti farið úrskeiðis. En auðvitað er þetta viðkvæm staða og maður hefur aðeins áhyggjur af því að það geti verið erfitt fyrir hina ólíku aðila sem eiga að koma að málum og stilla saman strengi en við höfum alveg tíma til þess. Það er fyrst og fremst aðila vinnumarkaðarins að ná saman, þeir geta ekki bara falið ríkisstjórninni að leysa það verkefni fyrir sig heldur þeir verða sín í milli að ná saman í ljósi þeirrar stöðu sem er uppi.“

En ríkir að mati fjármálaráðherra nægilegt traust á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda.

„Ég vonast til þess að við náum að viðhalda góðu trausti, það er dálítið sögulegt hjá okkur eða við höfum mátt venjast því í gegnum tíðina að menn lýsi yfir miklu vantrausti í allar áttir, við reynum að gera það sem við getum til þess að viðhalda talsambandi og trausti og við höfum haldið marga fundi til þess að hlusta. ég vonast til þess að við náum að viðhalda góðu trausti, það er dálítið sögulegt hjá okkur eða við höfum mátt venjast því í gegnum tíðina að menn lýsi yfir miklu vantrausti í allar áttir, við reynum að gera það sem við getum til þess að viðhalda talsambandi og trausti og við höfum haldið marga fundi til þess að hlusta. “