Gasmengun getur farið yfir hættumörk við gosið

Mynd: RÚV / RÚV
Veðurstofan hefur birt gasmengunarspá og dreifilíkan fyrir gasmengun á gosstöðvunum. Gasmengun þar getur farið yfir hættumörk. Í hægviðri getur gas safnast fyrir í lægðum. Vindafar stjórnast af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Varasamt getur verið að halda til í brekkum við hraunjaðarinn.

Mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgossins með vindinn í bakið og velja þarf gönguleið eftir vindaspá hverju sinni. Varað hefur verið við því að óléttar konur fari að gosstöðvunum og að farið sé þangað með ung börn eða dýr. 

Hægt er að nálgast nýjustu gasmengunarspár á vef veðurstofunnar. Veðurstofan þiggur á sama stað tilkynningar frá fólki sem telur sig verða vart við gasmengun í byggð. 

Meðfylgjandi myndskeið sýnir gosmökkin sem stígur upp frá gosstöðvunum.

 

astahm's picture
Ásta Hlín Magnúsdóttir