Ætla að draga úr útblæstri um nærri helming

04.08.2022 - 04:17
epa08760910 YEARENDER 2020 
CLIMATE CHANGE 

Adelaide wildlife rescuer Simon Adamczyk holds a koala he rescued at a burning forest near Cape Borda on Kangaroo Island, Australia, 07 January 2020. A convoy of Army vehicles, transporting up to 100 Army Reservists and self-sustainment supplies, is on Kangaroo Island as part of Operation Bushfire Assist at the request of the South Australian Government.  EPA-EFE/DAVID MARIUZ AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA - RÚV
Neðri deild ástralska þingsins samþykkti í nótt að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 43 prósent fyrir árið 2030 og staðfesti á ný markmið sitt um að vera í núlli árið 2050. Búist er við að efri deildin samþykki frumvarpið í september.

Ástralía er að miklu leyti knúin á kolum og ríkið er einn helsti útflytjandi jarðefnaeldsneytis í veröldinni.

Ríkið hefur lengi þótt aftarlega á merinni í loftslagsmálum en í kosningabaráttu fyrr á árinu lofaði Verkamannaflokkurinn umfangsmiklum aðgerðum í málaflokknum.

Flokkurinn komst til valda eftir kosningarnar og sagði Anthony Albanese forsætisráðherra sagði í nótt að samþykkt frumvarpsins sýni að ríkisstjórnin ætlar að standa sig í loftslagsmálum.

Þórgnýr Einar Albertsson