Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Nær algert bann við þungunarrofi í Indiana

epa07749373 Pro-choice advocates and supporters of the Reproductive Health Care Reform Bill hold a rally outside the New South Wales (NSW) Parliament in Sydney, Australia, 31 July 2019. The bill, which has multi-partisan support, will decriminalize abortion and introduce a law to regulate the procedure. NSW is the only state in Australia that has not decriminalized abortion.  EPA-EFE/DEAN LEWINS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Öldungadeild ríkisþingsins í Indiana í Bandaríkjunum samþykkti lagafrumvarp í gær sem bannar þungunarrof nær alfarið. Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeildina en hart var tekist á um hvort veita ætti undanþágu frá banni vegna sifjaspells eða nauðgunar.

Þingið kom sérstaklega saman til þriggja vikna þingfundar til þess að fjalla um þetta frumvarp. Repúblikanar eru í meirihluta beggja deilda þingsins en frumvarpið var samþykkt með 26 atkvæðum gegn 20 sem er minnsti atkvæðamunur sem þarf. AP fjalllaði um málið. 

Tíu þingmenn Repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og allir Demókratar utan eins sem var fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Nýju lögin banna þungunarrof allt frá getnaði með undantekningum vegna nauðgunar eða sifjaspells.

Þó þarf að undirrita eiðsvarna yfirlýsingu til staðfestingar því. Vaneta Becker, þingmaður Repúblikana, sagði ákvæði laganna brjóta niður alla þá vernd sem konum ber, bæði til lífs og frjálsrar ákvarðanatöku.

Hún sagði öldungadeildina hreinlega skapa glundroða með ákvörðun sinni. Tim Lanane, þingmaður Demókrata, segir frumvarpið birtingarmynd karllægs þings sem vilji svipta konur stjórn yfir eigin líkama.

Fulltrúadeildin tekur nú við frumvarpinu og ræðir mögulegar breytingar á því. Líklegt þykir að þeirri vinnu ljúki í næstu viku en rjúfa þarf þessa sérstöku samkomu þingsins fyrir 14. ágúst.