Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Zelensky segir sprengjuárás á fangelsi stríðsglæp Rússa

epa10097085 A handout photo made available by the Ukrainian Presidential Press Service shows Ukrainian President Volodymyr Zelensky (C) and G7 countries' ambassadors visit to the port of Odesa, Ukraine, 29 July 2022. Ukraine was ready to export Ukrainian grain and waiting for signals from partners about the start of transportation, Zelensky said on his official Telegram account. A center to oversee the Ukrainian grain export was opened in Istanbul on 27 July following a deal between Russian and Ukraine to export Ukrainian grain from besieged ports through the Black Sea.  EPA-EFE/UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SERVICE -- MANDATORY CREDIT: UKRAINIAN PRESIDENTIAL PRESS SERVICE -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - UKRAINE PRESIDENTIAL PRESS SERV
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir sprengjuárás sem gerð var á fangelsi í Donetsk-héraði síðastliðna nótt vera stríðsglæp sem Rússar frömdu af ráðnum hug.

Fangelsið er í bænum Olenivka og þar voru úkraínskir hermenn í haldi. Yfir fimmtíu fórust í árásinni. Í daglegu ávarpi sínu í kvöld sagði Zelensky Rússa hafa framið fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum.

Rússar og aðskilnaðarsinnar þeim hliðhollir sökuðu Úkraínuher um að hafa gert árásina. Stjórnvöld í Kyiv þvertaka fyrir að beina atlögum sínum að borgaralegum skotmörkum eða stríðsföngum.

Rússneskar sjónvarsstöðvar sýndu í dag myndir af rústum bragga, ónýt járnrúm og óskýrar myndir af því sem virtist vera mannslíkamar.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands greindi frá því að meðal fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem varði Azov-stálverksmiðjuna í hafnarborginni Mariupol. Rússar segja þá herdeild vera skipaða nýnasistum.