Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Blaðamaður sem sakar forseta um spillingu handtekinn

epa10091399 Guatemalan President Alejandro Giammattei speaks during the joint press conference with Ukrainian President Volodymyr Zelensky after their meeting at Mariinsky palace in Kyiv (Kiev), Ukraine, 25 July 2022. Alejandro Giammattei arrived in Kyiv and met with President Zelensky and top Ukrainian officials amid the Russian invasion.  EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregla í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala handók í gær blaðamanninn Jose Ruben Zamora. Hann er stofnandi blaðsins El Periodico sem hefur sakað Alejandro Giammattei forseta og Consuelo Porras dómsmálaráðherra um spillingu.

Starfsfólk blaðsins staðhæfir að handtakan sé runnin undan rifjum þeirra tveggja í hefndarskyni og heita að þeim takist ekki að þagga það niður. Ríkissaksóknari segir Zamora liggja undir grun um peningaþvætti.

Handtakan hafi því ekkert með störf hans sem blaðamaður að gera heldur snúi hún að öðrum viðskiptum hans.  

Lögregla gerði einnig húsleit í skrifstofum El Periodico. Bandaríkjastjórn hóf rannsókn á Porras fyrr á þessu ári vegna gruns um yfirgripsmikla spillingu. Í júní setti sérstök nefnd Ameríkuríkja um mannréttindi Gvatemala á lista yfir ríki þar sem mannréttindum er ógnað.

Giammattei hafnar slíkum ásökunum alfarið en Kúba, Níkaragva og Venesúela eru sömuleiðis undir eftirliti nefndarinnar. Ríkissaksóknaraembættið, sem heyrir undir Porras, hefur legið undir ámæli fyrir handtökur og saksókn á hendur dómara og lögmanna sem barist hafa gengi glæpagengjum í landinu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV