Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fyrstu dauðsföll tengd apabólunni utan Afríku

29.07.2022 - 20:43
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia
Fyrstu dauðsföll tengd apabólunni utan Afríku hafa verið staðfest. Brasilísk heilbrigðisyfirvöld staðfestu í morgun dauðsfall tengt apabólunni sem er það fyrsta utan Afríku. Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um dauðsfall í dag.

Reuters greinir frá. Samkvæmt skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) höfðu fimm dauðsföll tengd sjúkdómnum verið skráð þann 22. júlí síðastliðinn, öll í Afríku.  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti um síðustu helgi yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins.

Samkvæmt nýrri skýrslu frá spænska heilbrigðisráðuneytinu hafa 4.298 tilfelli apabólunnar verið staðfest í landinu. 120 hafa lagst inn á spítala vegna sjúkdómsins og eitt dauðsfall tengt honum verið staðfest, það fyrsta tengt sjúkdómnum í Evrópu. 

Alls hafa tíu smit greinst hér á landi. Bólusetning gegn apapbólunni er hafin og hafa 40 skammtar nú þegar borist hingað til lands frá Danmörku. Von er á 1.400 skömmtum til viðbótar. Heilbrigðisstarfsfólk sem starfar náið með sjúklingum hefur fengið bólusetningu og fólk í áhættuhópum sömuleiðis.