Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Skörp lækkun fasteignaverðs í Svíþjóð

27.07.2022 - 07:13
epa07718915 A general view on a more than 1350 ton heavy and 200-meter-long steel bridge transported on bargues in Stockholm, Sweden, 15 July, 2019. The new railway  bridge will connect Stockholm's old town island (L) to the southern city island Sodermalm.  EPA-EFE/FREDRIK PERSSON  SWEDEN OUT
Í Stokkhólmi hefur verð á fasteignum lækkað um rúm átta prósent á þremur mánuðum. Mynd: EPA - RÚV
Fasteignaverð í Svíþjóð hefur lækkað skarpt síðustu mánuði. Mest er lækkunin í Stokkhólmi þar sem íbúðaverð hefur lækkað um 8,2 prósent á síðustu þremur mánuðum. Þar með er mikil hækkun fasteignaverðs í kórónuveirufaraldrinum að hluta gengin til baka.

Hækkun stýrivaxta, sem leiðir til verri vaxtakjara á íbúðarlánum, er talin helsta ástæðan. Stýrivextir í Svíþjóð eru 0,75 prósent eftir að hafa verið hækkaðir í tvígang með skömmu millibili í sumar. Fyrir það voru þeir núll prósent.

Verðbólga í Svíþjóð mælist 8,5 prósent, en húsnæðisverð er ekki inni í þeim mælingum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2017 sem fasteignaverð lækkar að raunvirði í Svíþjóð.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV