Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Eldur kviknaði í kyrrstæðum bíl í miðbænum

27.07.2022 - 10:52
Innlent · Eldur
Mynd: Sigríður Hagalín Björnsdótt / RÚV
Eldur kviknaði í kyrrstæðum sendiferðabíl við Tjarnargötu í Reykjavík. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðið niðurlögum eldsins og gekk það greiðlega.

Bílnum var lagt í stæði við íbúðarhúsnæði en þrátt fyrir það var engin hætta á ferðum að sögn varðstjóra slökkviliðs.

oddurth's picture
Oddur Þórðarson
Fréttastofa RÚV