Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Samþykkja notkun bólusóttarsprautu gegn apabólu

This 1997 image provided by CDC, shows the right arm and torso of a patient, whose skin displayed a number of lesions due to what had been an active case of monkeypox.  As more cases of monkeypox are detected in Europe and North America in 2022, some scientists who have monitored numerous outbreaks in Africa say they are baffled by the unusual disease's spread in developed countries.  (CDC via AP)
Mynd frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna frá árinu 1997 sýnir sár eftir apabólu. Sjúkdómurinn hefur aðallega verið bundinn við Mið-Afríku og Vestur-Afríku en er nú farinn að greinast víðar um heim.  Mynd: AP - RÚV
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur veitt samþykkt að bóluefni gegn bólusótt verði notuð gegn apabólu. Leyfið gildir í öllum aðildarríkjum ESB auk Íslands, Noregi og Liechtenstein. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldurs apabólu á laugardag. Alls hafa nú 16 þúsund smit apabólu verið staðfest í 72 löndum. 

Hér á landi hafa alls níu greinst með bóluna. Bóluefni eru væntanleg til landsins.