Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Hvetja ESB til að berjast gegn sögufölsunum Rússa

24.07.2022 - 07:39
epa10081395 A residential building that was destroyed during Russian attacks, in Hostomel, northwest of the capital city of Kyiv, Ukraine, 19 July 2022. Hostomel, Irpin as well as other towns and villages in the northern part of the Kyiv region, became battlefields, heavily shelled, causing death and damage when Russian troops tried to reach the Ukrainian capital of Kyiv in February and March 2022. Russian troops on 24 February entered Ukrainian territory, starting the conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY  ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
Rústir íbúðarhúss í bænum Hostomel, norðvestur af Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, eftir loftárás Rússa. Rússar hafa ítrekað neitað að hafa varpað sprengjum og skotið eldflaugum að borgaralegum skotmörkum í Úkraínu og kenna Úkraínumönnum um.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Eystrasaltslöndunum þremur, Póllandi og Rúmeníu, brýna Evrópusambandið til að leggja sig meira fram um að hindra Rússa í því að umskrifa söguna sér í hag. Í opnu bréfi leiðtoga þessara fimm ríkja sem birt var í gær hvetja þeir Evrópusambandið til að beita sér fyrir því að verja sögulegar minjar og vinna markvisst og ákveðið gegn viðvarandi tilraunum Rússa til að hagræða og afneita sögulegum staðreyndum.

„Rússland hefur aldrei fordæmt þá glæpi sem framdir voru á tímum Sovétríkjanna og núverandi leiðtogar landsins eru meira að segja ákafir upphefjendur arfleifðar sovét-tímans,“ segir í bréfinu.

Leiðtogar Eistlands, Lettlands, Litáens, Póllands og Rúmeníu saka Rússa um margítrekaðar og blygðunarlausar tilraunir til að umskrifa mannkynssöguna og segja þá nota orðræðu og áróðurstækni alræðis- og gerræðisstjórna til að réttlæta innrásina í Úkraínu. Það geri þeir til að mynda með því að fullyrða æ ofan í æ að nasistar séu þar við völd, þótt öllum megi vera ljóst að ekkert sé hæft í því.