Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Hefja vöruflutninga milli Rússlands og Kalíningrad á ný

epa10026159 A freight train arrives to the border railway station Kybartai, between Kaliningrad and Lithuania in Kybartai, Lithuania, 21 June 2022. Lithuanian authorities on 18 June have banned the transit of goods, which are sanctioned by the European Union, on trains across its territory, which includes the only rail route between mainland Russia and the Kaliningrad exclave on the Baltic Sea. Goods banned under EU sanctions introduced following Russia?s invasion of Ukraine include coal, metals, construction materials and advanced technology.  EPA-EFE/VALDA KALNINA
 Mynd: epa
Stjórnvöld í Litáen hafa aflétt banni á vöruflutningum með lestum til rússnesku hólmlendunnar Kalíníngrad. Kalíningrad liggur að Eystrasaltinu og þaðan liggur járnbrautarlína um Litáen til Rússlands. Eftir henni flytja Rússar bæði fólk og varning í báðar áttir, þegar allt er með felldu. Í júní ákváðu litáísk stjórnvöld að banna flutning á stáli, járni og öðrum varningi sem fellur undir viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússum eftir járnbrautarlínunni og stöðva alla flutninga um hana.

Rússar brugðust illa við og hótuðu „alvarlegum, neikvæðum afleiðingum fyrir íbúa Litáens“ ef ekki yrði breyting á.

Evrópusambandið komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að refsiaðgerðir þess næðu aðeins til vöruflutninga á vegum, ekki járnbrautum, og að Litáar ættu að heimila Rússum að senda sement, timbur og áfengi til Kalíníngrad með lestum.  Litáisku jarnbrautirnar hafa þegar tilkynnt að umferð flutningalesta milli Kalíningrad og Litáens muni hefjast að nýju innan skamms.