Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Sádar opna lofthelgi sína fyrir Ísraelsmönnum

15.07.2022 - 02:40
epaselect epa10064904 Muslim worshippers perform Farewell Tawaf (circumambulation) around Kaaba at the Grand Mosque in Mecca, Saudi Arabia, 11 July 2022. Pilgrims who are concluding the second day of Tashreeq, a two-to-three-day-stay in Mina valley, will leave the Jamarat area and head to Mecca for Farewell Tawaf. Saudi General Authority for Statistics announced that a total of 899,353 pilgrims performed this year’s hajj rituals including 779,919 pilgrims from abroad, on the first year the Kingdom allows overseas pilgrims since barring in 2020 as part of efforts to curb the spread of coronavirus.  EPA-EFE/ASHRAF AMRA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Sádí-Arabíu tilkynntu í dag afléttingu á nær öllum takmörkunum í lofthelgi þeirra. Með því verður Ísraelsmönnum kleift að fljúga yfir landið á ný.

Stirð samskipti ríkjanna tveggja

Sádi-Arabar viðurkenna ekki Ísrael sem ríki og hafa sett blátt bann við öllum opinberum milliríkjasamskiptum, þó lengi hafi verið talið að leyniþjónustur ríkjanna ættu í óformlegum samskiptum.

Biden fagnar „sögulegri ákvörðun“

Tilkynningin er talin koma til vegna opinberrar heimsóknar Joes Biden, Bandaríkjaforseta, sem fundar með Sádi-Aröbum í dag og hefur kallað eftir bættum samskiptum ríkjanna.

Forsetinn sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist fagna ákvörðuninni. Hún væri söguleg og sýndi aukið hreinskipti í samskiptum Sáda og Ísraelsmanna.