Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Minnst 89 myrt í gengjastríði á Haítí

14.07.2022 - 01:35
Armed forces secure the area of ‚Äã‚Äãstate offices of Port-au-Prince, Haiti, Monday, July 11, 2022. Radio TV Caraibe, a popular radio station in Haiti announced that it would stop broadcasting for one week to protest widespread violence in the capital. (AP Photo/Odelyn Joseph)
 Mynd: AP - RÚV
Minnst 89 voru myrt í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í síðustu viku, þegar til blóðugra átaka kom mill tveggja glæpagengja. Þetta hefur AFP eftir mannúðarsamtökum í landinu.

74 alvarlega særð með stungu- eða skotsár

Átökin brutust út 7. júlí í hverfinu Cite Soleil, þar sem flestir íbúar búa við sára fátækt. Sextán er enn saknað eftir gengjastríðið og 74 eru alvarlega særð á sjúkrahúsum, með stungu- eða skotsár.

Reyna að ná til almennra borgara á átakasvæðinu

Enn er mikil ókyrrð í borginni og stríðandi glæpagengi með ákveðin svæði í herkví. Mannúðarsamtök hafa biðlað til stríðandi fylkinga að greiða leið sjálfboðaliða með vistir til innilokaðra almennra borgara á svæðinu. Læknar án landamæra eru einnig við störf í borginni, en erfitt hefur reynst að ná til slasaðra.

Blóðböð sem þessi hafa verið tíð í landinu undanfarið. Fyrir aðeins tveimur mánuðum voru yfir 148 drepin í gengjastríði í Port-au-Prince, en viðbragðsaðilar sögðu við fréttamenn AFP að nær ómögulegt væri að komast að því hversu margir hefðu verið myrtir í deilum glæpagengja í landinu síðustu mánuði.