Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Minni uppskera hjá býflugnabændum vegna þurrka

epaselect epa07348156 A bee feeds on an almond trees during early flowering due to mild temperatures in Bullas, Murcia, southern Spain, 06 February 2019.  EPA-EFE/MARCIAL GUILLEN
 Mynd: EPA
Býflugnabændur í Evrópu eru uggandi yfir hunangsframleiðslu sumarsins. Þurrkar valda því að blómasprettan er minni og þau sem þó blómstruðu fölnuðu fljótt. Þetta veldur því að býflugur búa til minna af hunangi og hafa vart nóg til að lifa af.

Býflugnabóndinn Ion Câmpeanu í Nadăș, í Timis-héraði í vestanverðri Rúmeníu, er með þrjátíu býflugnabú. Hann hefur verið býflugnabóndi í tólf ár og segir stöðuna aldrei hafa verið verri.

Þurrkur og mikill hiti hafi eyðilagt blómin og býflugurnar geti hvergi sótt frjóduft. Býflugnabændur telja víst að þeir þurfi að ala býflugurnar á sýrópi fram á næsta vor. Hluti af þeim eigi ekki eftir að lifa af. 

Skaðinn af völdum þurrka á eftir að koma betur í ljós í haust en rúmenskir býflugnabændur áætla að hunangsframleiðsla verði um helmingi minni í ár en í meðalári. Staðan er engu betri annars staðar í Rúmeníu. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV