Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Farþegar ánægðir með endurkomu næturstrætó

09.07.2022 - 21:00
Fyrstu næturstrætóarnir í tvö ár lögðu af stað úr miðbænum í nótt. Sumir farþegar spöruðu sér mörg þúsund krónur í leigubílagjald og sluppu við langa bið í leigubílaröðum. Miðbæjargestur sem fréttastofa ræddi við í nótt segir að næturstrætó geri miðborgina öruggari og vonar að samgöngur úr miðbænum haldi áfram að batna.

Nokkur samgönguvandi hefur verið í miðborginni nýverið. Skortur á leigubílum hefur gert miðbæjarbestum erfitt að komast heim seint á kvöldin. Hávært ákall hefur verið um bættar samgöngur úr miðbænum. Þeirra lausn mun birtast hér á lækjartorgi eftir rúmar tuttugu mínútur þegar næturstrætó hefur þjónustu aftur eftir tvegga ára fjarveru.

Fyrsti næturstrætóinn lagði af stað úr miðbænum klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í nótt. Hann mun ferja farþega heim allar helgar í sumar. Vagnarnir aka sjö leiðir úr miðbænum utan hefðbundinnar tímatöflu, til Hafnarfjarðar, Kópavogs, Breiðholts, Úlfarsársdals, Norðlingaholts, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. 

Það var fámennt í fyrstu næturvögunum í nótt, en engu að síður ríkti mikil ánægja að minnsta kosti á meðal þeirra sem nýttu sér þjónustuna til að koma sér heim í nótt.

Fréttastofa ræddi við farþega næturstætósins og aðra miðbæjargesti í nótt og heyrði hvað þeim fannst um þessa samgöngubót.