Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Alvarlegt umferðarslys í nágrenni Kirkjubæjarklausturs

Mynd með færslu
 Mynd: Hjalti Haraldsson - RÚV
Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til um klukkan þrjú í nótt vegna alvarlegs umferðarslyss á Meðallandsvegi, skammt sunnan við Kirkjubæjarklaustur. Bíll hafði oltið og voru tveir fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðdeild Landspítalans í Fossvogi. Þyrlan lenti við Landspítalann um klukkan hálf sex í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Vegurinn er lokaður við Þykkvabæ og Seglbúðaveg vegna vinnu á vettvangi. Í tilkynningunni segir að rannsókn slyssins muni taka einhvern tíma en að henni koma, auk lögreglunnar á Suðurlandi, rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
urduro's picture
Urður Örlygsdóttir